

OPEN GYM
Hér er salurinn opinn og þjálfari á svæðinu. Iðkendur æfa sig sjálfstætt að leiðsögn þjálfara eða geta fengið einkakennslu. Möguleiki er á að notfæra sér lyftingaaðstöðu í húsinu jafnvel þegar tímar eru í gangi að gefnu leyfi þjálfara.
HNEFALEIKASKÓLINN (fyrir 7.-10. bekk)
Hnefaleikaskólinn heldur ótrauður áfram og er fyrirkomulagið hið sama og áður. Foreldrum nýrra iðkenda er bent á að hafa beint samband við þjálfara áður en krakkarnir mæta.
FRAMHALD
Þessar æfingar eru fyrir þá sem hafa að lágmarki nokkra kunnáttu á undirstöðuatriðum íþróttarinnar. Æfinganar byggjast fyrst og fremst á tæknikennslu og þjálfun á tækniatriðum en svo er unnið á púða og léttar þrekæfingar í restina.
GRUNNNÁMSKEIÐ
Fjögurra vikna byrjendanámskeið með áherslu á undirstöðuatriðin. Námskeiðinu fylgja tvær vikur í framhaldshóp.